Sunday, March 20, 2011

PÁSA?

Ég hef ákveðið að taka mér smá pásu í blogginu, hef ekki alveg nægan áhuga eins og er til að halda þessu gangandi hehe. 
Ætla frekar að lífga aðeins upp á flickr síðuna mína aftur en hún er..
http://www.flickr.com/photos/katringunnars

Endilega kíkja þangað!
Katrín


Thursday, March 10, 2011

NASTY GAL

Var að skoða Nasty Gal síðuna og almáttugur, það er svo mikið flott til þar!
Síðunni er skipt í bæði NEW og svo VINTAGE svo það er til eitthvað fyrir alla!
ætla að setja aðeins inn hvað mér finnst flott...

Er gjörsamlega veik fyrir öllu víðu og gulu


Klikkaðar buxur

Væri ekkert á móti því að næla mér í einn svona

ótrúlega flott hálsmen

Gult æði!

Langar svo mikið í svona!

Bæði flott og hlýtt!

Lita skórnir bara klikka ekki

Æðislegt átfitt bara

Þetta líka.. flottur hatturinn

Þið komist beint inná síðuna HÉR

Katrin

Sunday, March 6, 2011

AFMÆLISDAGUR, GAMALT DÓT, KROSSAR OG BLOGGLEYSI

Bonjour,
Ég vil bara helst byrja á því að afsaka bloggleysið hehe, verð duglegri héðan frá. 
Hef verið alveg afskaplega upptekin við að rúnta um á elsku þrumunni minni. 
Ætla bara að setja inn nokkrar myndir frá síðustu dögum..
outfit-ið á söngvakeppni MA
bolur frá Nostrum
ein flott frá söngvakeppninni með elsku Kolbrá


Mínir yndislegur vinir, Sigrún og Gulli fóru með mig í óvissuferð á afmælisdaginn, 26.feb. Hún var ansi skrautleg og alveg ótrúlega skemmtileg. 
Mitt fyrsta verkefni var að kaupa eitthvað skraut í bílinn fyrir 300kr og ég endaði á að kaupa þessa myndarlegu önd í Megastore, fattaði svo eftir á að þetta er í raun dót fyrir ketti, en mér finnst þetta ansi smart og passar einmitt við sæta gula bílinn í mælaborðinu sem Sigrún gaf mér í jólagjöf!

Í dag er svo sunnudagur og er það oft svona tiltektardagur hjá mér, þá aðallega að hreinsa fatahrúgurnar úr herberginu sem hafa safnast upp. En í dag tók ég aðeins meira til en það, hengdi upp myndir á vegginn minn og svona, breytti aðeins til. Þetta kemur bara ansi vel út!
En ég þurfti einnig að taka til í skúffum sem ég ætlaði að vera búin að tæma fyrir löngu síðan og þar rakst ég á svolítið sniðug armbönd sem ég hafði notað þegar ég var kannski 12 ára. Mér finnst það allavega megatöff.


ég bara laðast að öllu sem inniheldur krossa...

Rakst einmitt á nokkra gamla krossa þegar við vorum að róta í dóti fyrir dálitlu síðan og bjó til bæði hálsmen og eyrnalokka úr þeim. 
er ekkert smá ánægð með þetta!

Ég kem með eitthvað gott og krassandi á morgun eða hinn!

bisous
Katrín Björg



Tuesday, February 22, 2011

:-)

Jæja, það er nú ansi mikið búið að gerast hjá mér og eru að fara að gerast.. Á mánudagsmorgun, afmælisdaginn hennar mömmu minnar, náði ég verklega bílprófinu! Verð 17 ára núna á laugardaginn og má því fara út að keyra á föstudagskvöld eða eftir 12 :):). Ég hreinlega get ekki beðið!
skelli hérni inn mynd af krúttlega nýja bílnum mínum
svo tók ég einhverjar myndir um daginn af birtunni úti, hún var svona fallega bleik. 

síðasta sunnudag ákváðum ég og mamma svo að prufa yarisinn aðeins og fórum á einn rúnt út á Dalvík, þar tók ég líka mynd þar sem var falleg birta.




Wednesday, February 16, 2011

VICTORIA BECKHAM

www.victoriabeckham.com
Elsku mamma mín kallaði mig inn til sín til að sýna mér haustlínuna 2011 frá Victoriu Beckham og ég er henni innilega þakklát því hún er alveg æðisleg.
Ég fór þá líka að skoða sumarlínuna 2011 og allt jafn fallegt.
Hér eru nokkur dæmi um sumar og haust frá Victoriu.

Sumar 2011

 Svo fallegur litur.




Vetur 2011





ótrúlega flott!!

katrin

Tuesday, February 15, 2011

KRONKRON

Ég sit hér í skólanum og langar virkilega að blogga um nýju línuna frá KronKron. Kannski eru margir búnir að blogga um línuna en mér finnst ég bara þurfa þess, hún er svo falleg.








 ÆÐI

katrin 



Sunday, February 13, 2011

ALEXANDER MCQUEEN

Ég var inná www.alexandermcqueen.com bara að forvitnast og fór inná online store, og sá þar alveg frábærlega sniðug veski...

Mér finnst þetta alveg fáránlega töff


Hilary Duff

ótrúlega flott
Malin Akerman með svona veski

Megi Alexander hvíla í friði.

katrin